Fríar uppskriftir
Sögusvið ævintýranna
Sögusvið rammar inn ævintýrið auk þess sem það skapar umræðu um hvar ævintýrið gerist og hvernig umhverfi sögupersónanna er. Hér er uppskrift af prjónuðu sögusviði með grasi og vatni. Það er hægt að snú því eftir því sem hentar fyrir söguna. Á réttunni eru blóm en á röngunni, sem er grófari, er gras. Trjábútar, sveppir, steinar og dýr eru dæmi um ítarefni sem má nota í sögur. Einnig er hægt að útbúa einfalda brú yfir vatnið úr einingakubbum.
Kambgarn:
Ljósgrænt nr 1209 - 5 dokkur fyrir grashluta sögusviðs + 1 dokka fyrir heklaðan kant og gras
Dökkgrænt nr 0945 - 3 dokkur fyrir skógarhluta sögusviðs + 1 dokka fyrir gras
Fölgrænt nr 1210 - 1 dokka fyrir gras
Ljós blátt nr 1215 - 2 dokkur fyrir árhluta sögusviðs
25 blómatölur
Prjónar nr: 4
Prjónafesta: 21 lykkja og 30 umferðir = 10 x 10 sm. Fullbúið teppi er u.þ.b. 110 sm * 130 sm.
Fitjið upp 220 lykkjur með ljósgrænum lit. Prjónið slétt í hring eins og bol á peysu. Prjónið brugðnar lykkjur í byrjun og lok umferðar. Prjónið 5 dokkur í ljósgrænu.
Skiptið yfir í bláan lit og prjónið slétt fram og tilbaka (garðaprjón). Klárið ljósbláu dokkurnar tvær.
Skiptið yfir í dökkgrænan lit og haldið áfram að prjóna slétt í hring með brugðnum lykkjum í byrjun og enda umferðar. Klárið dökkgrænu dokkurnar.
Gangið frá teppinu eins og þið væruð að ganga frá bol á peysu. Saumið í saumavél sitt hvorum megin við brugðnu lykkjurnar nokkrum sinnum. Klippið brugðnu lykkjurnar frá.
Heklið kant með ljósgrænu kambgarni fyrst á ljósgræna svæði sögusviðsins og síðan á dökkgræna svæða teppisins.: 1. umferð: fastar lykkjur. 2. umferð: 3 ll (II=loftlykkja), 1 st í fyrstu ll, 1 fl um 1 cm frá fyrstu ll:
Festið blómatölum á helming ljósgræna svæðisins: Þræðið garn í gegnum teppið og tölurnar og festið tölurnar á réttunni með því að binda bandið á röngunni. Takið síðan 20 stykki 9 sm spotta af mismunandi grænum litum og bindið það við teppið á röngunni með sama garni. Teppið er þá með blómum á réttunni og gras á röngunni. Einnig mætti hekla blóm. Uppskrift af einföldum blómum má finna undir fríar uppskriftir.
Teppið er grófara og dekkra á röngunni. Sú hlið hentar til dæmis vel fyrir ævintýrið um geiturnar þrjár og íslenskar þjóðsögur.
Auði helmingur ljósgræna svæðisins er ætlaður fyrir hús úr einingakubbum.
Prjónað tré
Prjónaskýringar:
sl slétt
br brugðið
L lykkja (lykkjur)
sm Saman
umf umferð
( _) Endurtakið fyrirmæli milli þessara tákna eins oft og tekið er fram.
Sl f/a Útaukning. Prjónið slétt framan í lykkjuna og einnig aftan í lykkjuna. Ekki lyfta af vinstri prjóni fyrr en tvær lykkjur eru komnar í stað einnar.
Prjónaður stofn:
Sokkaprjónar nr: 4,5 og tvöfalt Kambgarn í brúnum litum.
Fitjið upp 10 lykkjur. Hafið endann um 20 sm.
1.-3. umf Prjónið 3 umferðir slétt í hring
4. umf (1sl, sl f/a) út umferð (15L)
5.-8. umf Prjónið 4 umferðir slétt í hring
9. umf (2sl, sl f/a) út umferð (20L)
10.-23. umf Prjónið 14 umferðir slétt í hring
24. umf (3 sl, sl f/a) út umferð (25L)
25.-29. umf Prjónið 5 umferðir slétt í hring
30. umf Prjónið 5 sl, snú
31. umf Prjónið 5 br, snú
32. umf Takið eina lykkju óprjónaða, 1 sl, takið óprjónuðu lykkjuna yfir þá prjónuðu,
1 sl, 2 sl sm, snú
33. umf Prjónið 3 br, snú
34. umf Prjónið 3 sl, snú
35. umf Prjónið 3 br, snú
36. umf Takið eina lykkju óprjónaða, 2 sl sm, takið óprjónuðu lykkjuna yfir þær prjónuðu.
Lyftið hægri lykkju yfir þá vinstri, klippið garnið og dragið í gegn.
Endurtakið umferðir 30-36 þar til fimm rætur hafa myndast.
Ath: Umferðum 10-23 má fjölga eða fækka til að fá mismunandi hæðir af trjám.
Botn:
Fitjið upp 10 lykkjur. Hafið endann um 20 sm.
1. umf Brugðið
2. umf Sl f/a út umferð (20L)
3. umf Brugðið
4. umf Prjónið slétt og fellið af
Dragið saman uppfitjunarlykkjur og lokið klauf. Fyllið trjástofninn af tróði og setjið 20 mm járnró neðst. Lokið með því að sauma botninn við.
Búið til dúsk eða dúska í mismunandi stærðum, t.d. einn 9-10 sm eða tvo til þrjá minni. Setjið ofan á stofninn og bindið fast með uppfitjunarböndum. Þræðið öðru hvoru í gegn um stofninn til að festa dúskinn/dúskana vel. Það er tilvalið að leyfa börnunum að vera með í dúskagerð.
Athugið: Nokkrir dúskar saman geta myndað skemmtilega runna.
Heklað blóm
Heklskýringar:
ll Loftlykkja
kl Keðjulykkja
Hægt er að nota ýmis konar garn og ýmsar stærðir heklunála.
Gerið 6 loftlykkjur (kl í fyrstu ll, 5ll) fjórum sinnum, kl í miðju (fyrstu ll). Klippið bandið og dragið í gegn.